Sagan okkar

Flöff hópurinn kom fyrst saman í janúar 2024, á lausnamóti varðandi textílúrgang, sem haldið var af KLAK - Icelandic Start-ups. Okkar hugmynd, að koma á fót textílendurvinnslustöð, þeirri fyrstu á Íslandi, var valin best að mati dómnefndar og síðan hefur boltinn rúllað; styrkir, samstarfsverkefni, nýtt húsnæði og vélakaup.

Við vinnum með endurnýtingu, hönnun og þekkingu á textíl til að byggja upp sjálfbærari framtíð. Markmið okkar er að skapa vettvang þar sem fólk, fyrirtæki og samfélög geta tekið þátt í að draga úr sóun, styrkja hringrás og þróa raunverulegar lausnir sem nýtast til framtíðar.

The word "floff" written in bold red letters with a light purple background.

Teymið

Person with short red hair, wearing large tortoiseshell glasses, smiling, dressed in a light-colored shirt with blue and red accents, against a plain white background.

  • Stjórnarformaður

    Sigga er kennaramenntuð og með reynslu í verkefnastjórn og námskeiðshaldi í textílnýtingu og saumaskap

Portrait of a smiling woman with blonde hair, wearing glasses, gold earrings, a gold necklace, and a light green satin blouse against a plain white background.

  • Framkvæmdastjóri

    Ólöf er fatahönnuður með mikla reynslu af framleiðslu og rekstri

Portrait of a woman with long, wavy brown hair, wearing a white shirt, smiling softly against a plain white background.

  • Framleiðslustjóri

    Margrét er vöruhönnuður með mikla þekkingu á textílhönnun og -vélum

A woman with long blonde hair wearing a blue patterned shirt, looking at the camera with a slight smile.

  • Sjálfbærnistjóri

    Sæunn er fata-og búningarhönnuður með sérþekkingu á sjálfbærni í hönnun og framleiðslu.

Gildin okkar

Flöff stendur fyrir sjálfbærni og nýtingu innlendra auðlinda. Grunnstefnan byggir á því að umbreyta vandamáli (úrgangi) í verðmæti og byggja upp hringrásarkerfi fyrir textílúrgang á Íslandi. Við sköpum sjálfbæran, samfélagsmiðaðan iðnað sem sameinar umhverfisábyrgð, nýsköpun og gæði.

Sjálfbærni
Við trúum á að nýta það sem fyrir er og skapa verðmæti úr efni sem annars færi til spillis.

Nýsköpun og hönnun
Allt byrjar á hugmynd. Við sjáum möguleika þar sem aðrir sjá vandamál.

Ábyrgð og samfélag
Við byggjum upp tengsl milli fólks, fyrirtækja og verkefna. Þegar fleiri taka þátt verða áhrifin stærri.

Samstarf & Stuðningur

Viltu vinna með okkur?

Við erum opin fyrir samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja taka þátt í að byggja upp sjálfbærari textílframtíð.


Samstarf getur falist í:

Samstarfsverkefnum
Við vinnum með hönnuðum, fyrirtækjum og sveitarfélögum að lausnum sem draga úr sóun, bæta hljóðvist rýma og efla hringrás.

Styrkjum & stuðningi
Stuðningur hjálpar okkur að byggja upp framleiðslu, þróa verkefni, auka þekkingu og skapa ný tækifæri í textílvinnslu.

Sameiginlegum áhrifum
Með því að styðja Flöff stuðlar þú að samfélagslegum og umhverfislegum breytingum sem skipta máli - í dag og til framtíðar.